Sígild sönglög 1-2 innihalda píanógrip ásamt laglínum (nótur), textum og hljómum hvers lags (200 lög). Hljómborðsleikari getur notað þær og 5 aðrar bækur Nótuútgáfunnar til að spila nótur af laglínu og hljóma (samtals 360 lög). Í Söngdönsum I-II eru 31 fullbúnar píanóútsetningar af sönglögum Jóns Múla auk texta og hljóma.
Showing all 7 results
Dísa ljósálfur
Hefti í A4 stærð með 13 lög eftir Gunnar Þórðarson við texta Páls Baldvins Baldvinssonar í söngleiknum Dísu ljósálfi.
Laglínur með hljómabókstöfum yfir og textum undir. Öll textaerindi standa auk þess sjálfstætt hægra megin á hverri opnu.
MP3: Byrjunin á „Ég er bý“
PDF: Kynningaropna úr bókinni
Fæst einnig hjá TónastöðinniGleðibankabókin
24 fyrstu lög Íslands í Eurovision söngvakeppninni. Tónlist hvers lags (textar, hljómar, grip, nótur) ásamt miklum lykilfróðleik frá Jónatani Garðarssyni og fleirum (nánari lýsing fyrir neðan).
MP3: Byrjun "Gleðibankans" í keppninni
PDF: Byrjun "Gleðibankans" í bókinni
MP3: Byrjun "Nínu" í keppninni
PDF: Bútar úr "Nínu" í bókinni
Jólasöngvar – Nótur
Jólasöngvar-Nótur inniheldur 93 af vinsælustu jólasöngvum á Íslandi - nótur, hljóma og grunntexta.
Bókin skiptist í kaflana AÐVENTA - KRINGUM JÓLATRÉÐ - JÓLIN - ÁRAMÓT.
Jólasöngvar-Nótur er bók fyrir hvern sem vill spila jólahljóma á gítar, harmoníku, hljómborð, píanó, sýlófón og fl. eða hvern þann sem vill syngja eða spila jólalaglínur á hvaða hljóðfæri sem er.
Í bókinni eru sömu lög og röðun eins og í textabókinni (Jólasöngvar-Textar) svo bæði hljóðfæraleikarinn (með nótubókina) og söngfólkið (með textabókina) geti auðveldlega fylgst að.
Lögin í bókinni - Heimildaskrá
Sígild sönglög – 1
100 íslenskir og erlendir "rútubílasöngvar" – nótur, hljómar og grunntextar.
Bókin þykir henta einstaklega vel til að spila hljóma sönglaganna (gítar, harmonika, hljómborð o.s.frv.), syngja lagið eða spila það á hvaða hljóðfæri sem er.
Innan á bókakápum eru öll gítar- og píanógrip sem nota þarf í bókinni ásamt skipan hljómatakka á harmóniku.
Fæst einnig hjá Tónastöðinni
Sígild sönglög – 2
100 íslenskir og erlendir „rútubílasöngvar“ – nótur, hljómar og grunntextar.
Bókin þykir henta einstaklega vel til að spila hljóma sönglaganna (gítar, harmonika, hljómborð o.s.frv.), syngja lagið eða spila það á hvaða hljóðfæri sem er.
Innan á bókakápum eru öll gítar- og píanógrip sem nota þarf í bókinni ásamt skipan hljómatakka á harmóniku.
Fæst einnig hjá Tónastöðinni
Söngdansar I
15 vandaðar píanóútsetningar á söngvunum í Rjúkandi ráði og Járnhausnum.
Hljómar eru yfir nótunum svo bókin nýtist fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri.
Laglínan er oftast efsta rödd og textinn þar yfir.
Sjá nánar í meðfylgjandi sýnishorni, Það sem ekki má
Fæst einnig hjá Tónastöðinni
Söngdansar II
16 vandaðar píanó- og hljómborðsútsetningar á söngvunum í Allra meina bót og Deleríum Búbónis.
Hljómar eru yfir nótunum svo bókin nýtist fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri.
Laglínan er oftast efsta rödd og textinn þar yfir.
Sjá nánar í meðfylgjandi sýnishorni, Það sem ekki má
Fæst einnig hjá Tónastöðinni