Umsagnir

Það er ómetanlegt að fá umsagnir um bækurnar hvort sem það er hrós, kvörtun eða ábending varðandi efnið og þess vegna viljum við endilega heyra álit þitt á þeim.  Segðu okkur þína skoðun með því að smella HÉR

Kvartanir og ábendingar notum við til að gera betur en jákvæð ummæli finnst okkur eðlilegt að deila með öðrum.

Hér að neðan eru tilvitnanir í nokkrar umsagnir:

„When I visited Iceland at New Year, I decided an Icelandic story featuring the Yule Lads would be a good idea! I like to use traditional folk melodies if possible and hope that there may be some in this book [Jólasöngvar-nótur].“
Donald Judge höfundur og kór-/ tónlistarstjóri, Englandi
„Thank you for sending me the books. They have arrived quickly and are in perfect condition. The level of service you have provided me has been excellent and would reccomend you to others if only I knew someone else with an interest in Icelandic music. I will have many hours of fun learning these great songs and will start this weekend with my favourite, Það sem ekki má.“
Niko Rajkovic Ástralíu
„Ég hef notað bækur Gylfa [Sígild sönglög, Jólasöngvar] bæði í kennslu og heima fyrir. Þarna er að finna frábærar hljómsetningar á einstaklega vel völdum lögum. Fróðleikurinn sem höfundur hefur safnað saman um lögin er ómetanlegur. Sérstaklega vandað efni og notendavænt.“
Sigfríður Björnsdóttir tónlistarsagnfræðingur og kennari
„Hef notað bækurnar [Sígild sönglög, Jólasöngvar] mikið, bæði í kennslu og í frístundum. Mjög gagnger og vönduð heimildavinna sem er aðgengileg á hverri blaðsíðu. Þetta hefur nýst mér vel, sérstaklega ef ég ætla að kenna lag á upprunalegu tungumáli.“
Hjördís Ástráðsdóttir tónmenntakennari í Flataskóla
„… hef notað Jólasöngva – nótur, fyrir klarinettnemendur mína frá árinu 1996. Ég greip fegins hendi það ótrúlega tækifæri að hafa á einum stað svo mörg jólalög (Á ÍSLENSKU!) – og var glöð að sjá hve vel var vandað til útgáfunnar, t.d. við heimildaöflun. Nemendur mínir hafa oftast fengið bókina á öðru ári í náminu og hún „eldist“ með þeim.“
Geirþrúður Fanney Bogadóttir kennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
„…Sígild sönglög 1 og 2 hafa verið fastagestir hjá mér í ferðalögum með Íslendinga erlendis frá því að þær komu út og nú nýverið keypti ég einnig 94 jólasöngva til að nýta til fjöldasöngs.“
Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur/svæðisleiðsögumaður (enska/ítalska)
„Jólasöngvar er vel uppsett og aðgengileg. Einföld og nýtist mér vel.“
Þóra Gylfadóttir tónmenntakennari í Flóaskóla
„Bækurnar Sígild sönglög 1&2 hef ég mikið notað í minni tónmenntakennslu. Einnig eru jólasöngvabækurnar ómissandi í jólaundirbúningnum.“
Svava María Þórðardóttir tónmenntakennari Melaskóla