Skilmálar

Með því að opna og nota vefsetrið „www.songbok.is“ er litið svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi skilmála og skilyrði. Sért þú ekki sammála þessum skilyrðum skaltu vinsamlega ekki nota vefsetrið.

Höfundarréttur / Vörumerki
Vörumerki, auðkenni (logo) og þjónustumerki („merkin”) sem sjást á þessari vefsíðu eru eign Nótuútgáfunnar eða mögulegum þriðja aðila eftir atvikum. Notendum er óheimilt að nota merkin án skriflegrar heimildar Nótuútgáfunnar eða þriðja aðila sem kann að eiga merkin. Allt efni vefsíðunnar nýtur höfundarréttarverndar eða eftir atvikum einkaréttarverndar samkvæmt gildandi lögum. Notendum er óheimilt að breyta, afrita, dreifa, senda, sýna, gefa út, selja, veita leyfi, skapa efni/verk úr eða nota hvers kyns efni af síðunni í auglýsingaskyni eða annarrar opinberrar notkunar án heimildar Nótuútgáfunnar og þriðja aðila sem kann að eiga rétt þar að lútandi.

Vöruafgreiðsla
Allar pantanir eru afgreiddar með heimsendingarþjónustu Íslandspósts.  Pantanir fara til póstsins næsta virka dag eftir pöntun og síðan tekur pósturinn 1-3 daga að koma pökkum til skila.  Ef enginn er heima til að taka við sendingunni þarf kaupandi að sækja hana á næsta pósthús.

Skilaréttur
Kaupandi vöru á vefsíðunni „www.songbok.is“ á rétt á að skila ógallaðri vöru í 14 daga eftir staðfestingu pöntunar í netversluninni að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
•að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi
•að plastumbúðir (herpt, soðin, límd) séu órofnar
•að umbúðir og fylgimunir vörunnar svo sem leiðbeiningar, kaupbótarvara eða annað fylgi með í skilunum, sé óskemmt og í söluhæfu ástandi

Nótuútgáfan metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt.
Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Vöruábyrgð
Ef vara sem var keypt hjá „www.songbok.is“ reynist vera gölluð verður henni skipt út með nýju eintaki af sömu vöru.  Kaupandi þarf að skoða vöru í samræmi við góðar venjur strax við móttöku til að halda fullum ábyrgðarrétti og láta vita án ástæðulauss dráttar ef galli kemur í ljós.

Nánari upplýsingar um neytendarétt
Neytendasamtökin:
http://www.ns.is/rettindi_neytenda/skilarettur/
http://www.ns.is/rettindi_neytenda/lagasafn_neytenda/kaup_a_lausafe_%28vorum%29/
Iðnaðarráðuneytið:
http://www.idnadarraduneyti.is/raduneyti/nr/952/

Áreiðanleiki upplýsinga og ábyrgð vegna þeirra
Allar upplýsingar á þessari síðu eru látnar í té „eins og þær koma fyrir” án hvers kyns ábyrgðar, beinnar eða óbeinnar, sem felur í sér en takmarkast ekki við, að ekki er tekin óbein ábyrgð á viðskiptahæfi og nothæfi upplýsinga, eignarhalds, virkni án lögbrota (non-infringement) eða áreiðanleika þeirra.
Nótuútgáfan ber ekki ábyrgð á nákvæmni eða áreiðanleika hvers kyns skoðana, ráðgjafar eða yfirlýsinga á þessari síðu sem stafa frá öðrum aðilum heldur aðeins á yfirlýsingum sem koma frá Nótuútgáfunni sjálfri. Nótuútgáfan ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á tapi eða skaða sem rekja má til þess að notandi byggir á upplýsingum sem aflað er á þessari síðu. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, heildstæðni eða notagildi hvers kyns upplýsinga, álits, ráðgjafar eða annars efnis sem fæst á þessari síðu. Er notendum ráðlagt að leita ráða hjá sérfróðum aðilum, eftir því sem við á, varðandi mat á sérstökum upplýsingum, áliti, ráðgjöf eða öðru efni.

Tengd vefsvæði
Nótuútgáfan ber ekki ábyrgð á öðrum vefsetrum sem eru tengd við vefsetrið „www.songbok.is“ hvort sem það varðar efni þeirra eða virkni. Aðgangur að öðrum vefsíðum sem tengdar eru „www.songbok.is“ eru alfarið á ábyrgð notanda.

Persónuvernd
Við móttöku og meðferð hverskyns persónuupplýsinga sem notendur kunna að gefa upp á vefsetrinu „www.songbok.is“ er þess gætt að lögum um persónuvernd sé fylgt. Þó viðurkennir og samþykkir notandi að með því að láta í té hvers konar persónuupplýsingar eða upplýsingar um einkamálefni á vefsetrinu hafi hann samþykkt að umræddar upplýsingar verði notaðar af Nótuútgáfunni að því marki sem nauðsynlegt er til að vinna úr þeim í samræmi við boðna þjónustu á vefsíðunni, enda sé slík úrvinnsla ekki andstæð ákvæðum gildandi laga m.a. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og fyrirmæla settum samkvæmt þeim.

Breytingar á notendareglum og skilmálum
Nótuútgáfan áskilur sér rétt til að endurskoða reglur þessar og skilmála án fyrirvara og eru þær breytingar skuldbindandi fyrir notendur enda hafa þeir með því að fara inná vefsíðuna fallist á að hlýta þessum skilmálum.

Aðgangur að svæðum sem vernduð eru með lykilorði
Aðgangur að og not af svæðum á vefsetrinu „www.songbok.is“ sem njóta verndar lykilorðs er einungis heimil þeim sem fengið hafa úthlutað lykilorði til aðgangs að síðunni. Aðilar sem reyna að komast inn á lokuð svæði á síðunni án heimildar verða lögsóttir eða kærðir til viðeigandi yfirvalda.

Brot á notendareglum og skilmálum
Nótuútgáfan áskilur sér rétt til að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur samningaréttar, viðskiptavenjur og eðlilegir viðskiptahættir heimila vegna brota á þessum reglum, þ.m.t. að loka fyrir aðgang tiltekins netfangs að vef þessum.

Lagavernd
Íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli gilda eftir því sem við á um aðgang notanda og afnot hans af vefsetrinu „www.songbok.is“.