Nótur af lagi eru ómissandi ef maður kann að nýta sér þær. Það á ekki síst við um söng en líka til að spila lag á t.d. strengja- eða blásturshljóðfæri. Svipað og letur í hefðbundnu ritmáli þá sýna nótur samsetningu lags og geta leiðbeint um rétta útfærslu þess.
Eftirfarandi bækur henta þeim sem vilja spila eða syngja sönglög eftir nótum, texta, hljómagangi og gripum. Þær henta fyrir hljóðfæri sem bjóða upp á hljómaspil (gítar, hljómborð, harmoníku o.fl.) en eru auk þess upplagðar til að fara rétt með laglínu á hljóðfæri eða í söng.
Hljómar birtast yfir nótum og texta hvers sönglags til að geta skipt um hljóm á réttum stað.
Laglínur, hljómar og textar eru skráð eftir traustustu heimildum svo sem frumútgáfum eða rannsóknarúgáfum af ljóðabókum og lagasöfnum. Í heimildaskrá sumra bóka Nótuútgáfunnar eru talin upp þau innlend og erlend rit sem stuðst er við.
Showing all 8 results