Nótur af lagi eru ómissandi ef maður kann að nýta sér þær. Það á ekki síst við um söng en líka til að spila lag á t.d. strengja- eða blásturshljóðfæri. Svipað og letur í hefðbundnu ritmáli þá sýna nótur samsetningu lags og geta leiðbeint um rétta útfærslu þess.
Eftirfarandi bækur henta þeim sem vilja spila eða syngja sönglög eftir nótum, texta, hljómagangi og gripum. Þær henta fyrir hljóðfæri sem bjóða upp á hljómaspil (gítar, hljómborð, harmoníku o.fl.) en eru auk þess upplagðar til að fara rétt með laglínu á hljóðfæri eða í söng.
Hljómar birtast yfir nótum og texta hvers sönglags til að geta skipt um hljóm á réttum stað.
Laglínur, hljómar og textar eru skráð eftir traustustu heimildum svo sem frumútgáfum eða rannsóknarúgáfum af ljóðabókum og lagasöfnum. Í heimildaskrá sumra bóka Nótuútgáfunnar eru talin upp þau innlend og erlend rit sem stuðst er við.

Showing all 8 results

Dísa ljósálfur

kr. 1.900
Hefti í A4 stærð með 13 lög eftir Gunnar Þórðarson við texta Páls Baldvins Baldvinssonar í söngleiknum Dísu ljósálfi. Laglínur með hljómabókstöfum yfir og textum undir. Öll textaerindi standa auk þess sjálfstætt hægra megin á hverri opnu.

MP3:  Byrjunin á „Ég er bý“

PDF:  Kynningaropna úr bókinni

Fæst einnig hjá Tónastöðinni

Gleðibankabókin

kr. 2.990
24 fyrstu lög Íslands í Eurovision söngvakeppninni. Tónlist hvers lags (textar, hljómar, grip, nótur) ásamt miklum lykilfróðleik frá Jónatani Garðarssyni og fleirum (nánari lýsing fyrir neðan).

MP3:  Byrjun "Gleðibankans" í keppninni

PDF:  Byrjun "Gleðibankans" í bókinni

MP3:  Byrjun "Nínu" í keppninni

PDF:  Bútar úr "Nínu" í bókinni

Jólasöngvar – Nótur

kr. 3.290
Jólasöngvar-Nótur inniheldur 93 af vinsælustu jólasöngvum á Íslandi - nótur, hljóma og grunntexta. Bókin skiptist í kaflana AÐVENTA - KRINGUM JÓLATRÉÐ - JÓLIN - ÁRAMÓT. Jólasöngvar-Nótur er bók fyrir hvern sem vill spila jólahljóma á gítar, harmoníku, hljómborð, píanó, sýlófón og fl. eða hvern þann sem vill syngja eða spila jólalaglínur á hvaða hljóðfæri sem er. Í bókinni eru sömu lög og röðun eins og í textabókinni (Jólasöngvar-Textar) svo bæði hljóðfæraleikarinn (með nótubókina) og söngfólkið (með textabókina) geti auðveldlega fylgst að. Lögin í bókinni - Heimildaskrá

Musings I

kr. 1.990
Hefti í A4 stærð sem inniheldur 7 gítarverk eftir Gylfa Garðarsson. Hljómabókstafir eru yfir öllum nótnalínum nema í fyrsta verkinu. Stuttur texti um hvert verk er aftast í heftinu ásamt tileinkun. Nótuútgáfan – des.2022 – A4 – 16 bls.

MP3:  „Sólarlagskyrrð“

PDF:  „Sólarlagskyrrð“

Fæst einnig hjá Tónastöðinni

Sígild sönglög – 1

kr. 3.290
100 íslenskir og erlendir "rútubílasöngvar" – nótur, hljómar og grunntextar. Bókin þykir henta einstaklega vel til að spila hljóma sönglaganna (gítar, harmonika, hljómborð o.s.frv.), syngja lagið eða spila það á hvaða hljóðfæri sem er. Innan á bókakápum eru öll gítar- og píanógrip sem nota þarf í bókinni ásamt skipan hljómatakka á harmóniku. Fæst einnig hjá Tónastöðinni

Sígild sönglög – 2

kr. 3.290
100 íslenskir og erlendir „rútubílasöngvar“ – nótur, hljómar og grunntextar. Bókin þykir henta einstaklega vel til að spila hljóma sönglaganna (gítar, harmonika, hljómborð o.s.frv.), syngja lagið eða spila það á hvaða hljóðfæri sem er. Innan á bókakápum eru öll gítar- og píanógrip sem nota þarf í bókinni ásamt skipan hljómatakka á harmóniku. Fæst einnig hjá Tónastöðinni

Söngdansar I

kr. 2.950
15 vandaðar píanóútsetningar á söngvunum í Rjúkandi ráði og Járnhausnum. Hljómar eru yfir nótunum svo bókin nýtist fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri. Laglínan er oftast efsta rödd og textinn þar yfir. Sjá nánar í meðfylgjandi sýnishorni,  Það sem ekki má Fæst einnig hjá Tónastöðinni

Söngdansar II

kr. 2.950
16 vandaðar píanó- og hljómborðsútsetningar á söngvunum í Allra meina bót og Deleríum Búbónis. Hljómar eru yfir nótunum svo bókin nýtist fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri. Laglínan er oftast efsta rödd og textinn þar yfir. Sjá nánar í meðfylgjandi sýnishorni,  Það sem ekki má Fæst einnig hjá Tónastöðinni