Söngdansar I
RJÚKANDI RÁÐ: Eins og skot • Fröken Reykjavík • Í hjarta þér • Kavatína Kristínar • Rjúkandi ráð
JÁRNHAUSINN: Að andinn sé ekki eilífur • Án þín • Forðum tíð • Hvað er að? • Lögreglumars • Sjómenn íslenskir erum við • Sólvík, Sólvík • Stúlkan mín • Undir Stórasteini • Við heimtum aukavinnu
Frumútgáfa af 15 píanóútsetningum Magnúsar Ingimarssonar á sönglögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr söngvaleikjunum Rjúkandi ráði og Járnhausnum. Yfirfarið af höfundunum og Magnúsi 1995.
Eins og í Söngdönsum II eru nótuútsetningarnar hér með hljómabókstöfum yfir nótum og texta hvers söngs þannig að bókin nýtist einnig fyrir flest önnur hljómaspilshljóðfæri svo sem gítar og harmoníku.
Auðvelt er að nota bókina til söngs eða spils á laglínum söngvanna þar sem laglínan er að jafnaði efsta rödd í útsetningunum.
Höfundar: Jón Múli Árnason og Jónas Árnason Útsetningar: Magnús Ingimarsson
Nótuútgáfan – 1995 – ISBN 9979921404 – A4 – 33 bls. (nánar á Leitir.is)