Gleðibankabókin – Íslensk Eurovision sönglög 1986-2011
(1986) Gleðibankinn • (1987) Hægt og hljótt • (1988) Þú og þeir – Sókrates • (1989) Það sem enginn sér • (1990) Eitt lag enn • (1991) Nína – Draumur um Nínu • (1992) Nei eða já • (1993) Þá veistu svarið • (1994) Nætur • (1995) Núna • (1996) Sjúbídú • (1997) Minn hinsti dans • (1999) All Out Of Luck • (2000) Hvert sem er – Tell Me! • (2001) Birta – Angel • (2003) Segðu mér allt – Open Your Heart • (2004) Heaven • (2005) If I Had Your Love • (2006) Til hamingju Ísland – Congratulations • (2007) Ég les í lófa þínum – Valentine Lost • (2008) Fullkomið líf – This Is My Life • (2009) Is it True? • (2010) Je ne sais quoi • (2011) Aftur heim – Coming home
Í bókinni eru ekki aðeins tónlist og textar þeirra 24 laga sem RÚV sendi í Eurovision-söngvakeppnina 1986-2011 heldur einnig fágætur fróðleikur og skjáskot úr sjónvarpsútsendingunum. Birtir eru textar hvers lags, íslenskir og enskir, hljómabókstafir, gítargrip og laglínunótur. Jónatan Garðarsson greinir frá forsögunni fram að þátttöku Íslands og ritar ágrip fyrir hvert þátttökuár í kaflanum „Saga laganna“. Við hvert lag er greint frá öllum þátttakendum á vegum RÚV, á sviði og utan sviðs.
Gleðibankabókin er fágæt heimild um margt af því fólki sem tengdist sjónvarpsútsendingu hvers lags á árunum sem bókin tekur til (útsetning, förðun, sviðsetning, sviðsfatnaður, þulir o.s.frv.).
Aftast í bókinni eru skrár yfir höfunda, flytjendur og gestgjafaríki. Síðast en ekki síst eru sýnd úrslitasæti og stigagjöf hvers lags.
Efnisval, nótnasetning, útlit og umbrot: Gylfi Garðarsson
Nótuútgáfan – 2011 – ISBN 9789979921455 – A4 – 112 bls. (nánar á Leitir.is)