Um okkur

Nótuútgáfan - Söngbók.is
Gylfi Garðarsson
(Smelltu hér ef þú vilt senda mér skilaboð núna úr hvaða tölvu sem er)
Sími: 840 0856
Netfang: songbok (hjá) songbok.is

Netverslun Nótuútgáfunnar
Söngbók.is er rafrænn vörulisti Nótuútgáfunnar þar sem viðskiptavinir geta á þægilegan máta skoðað og keypt vörur forlagsins á veraldarvefnum og fengið þær sendar heim.
Greiðsla fyrir pantanir í Söngbók.is geta verið með kreditkorti, millifærslu eða póstkröfu. Sendingar eru afgreiddar með Íslandspósti.
Sígild sönglög, 1986
Söng- og spilabækur síðan 1986
Helstu áfangar
Söng- og spilabókina Sígild sönglög tók ég upprunalega saman árið 1986 og var hún gefin út það ár af forlaginu Svart á hvítu. Uppsetning bókarinnar var að öllu leyti unnin á einkatölvu (Desktop publishing). Var það byltingarkennd breyting frá nótnaritunarhandverki sem hafði staðið að mestu óbreytt um aldir. Ekki er ólíklegt að þessi fyrsta gerð bókarinnar hafi verið með fyrstu nótnabókum í Evrópu sem var uppsett með einkatölvu.
Næstu árin kom ég að umbroti á smáum og stórum nótnaritum fyrir ýmsa aðila í nokkrum löndum svo sem söngbók danskra lýðháskóla (Højskolesangbogen) og sálmabók Aðventista (Sálmar og lofsöngvar). Árið 1994 hófst starfsemi Nótuútgáfunnar í þeim tilgangi að endurútgefa Sígild sönglög ásamt öðru tónlistartengdu efni og í kjölfarið komu frá forlaginu 6 rit með um 330 söngvum samtals. Árið 2007 tók Nótuútgáfan við útgáfu ritseríunnar „Í útileguna" sem eru handhæg vasasöngbókarhefti með hljómum og gripum vinsælla sönglaga. Haustið 2010 gaf Nótuútgáfan út nótnahefti með lögunum úr söngleiknum Dísa ljósálfur og í desember 2011 kom Gleðibankabókin frá útgáfunni, með 24 Eurovision söngvum Íslands og tengdum fróðleik árin 1986-2011.
Gylfi Garðarsson


Til baka